Fimmtudagur 10. september 2020 kl. 09:24
Réttindalaus á óskoðuðum lyftara
Ökumaður á lyftara, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á Njarðarbraut í Reykjanesbæ fyrr í vikunni reyndist ekki hafa tilskilin vinnuvélaréttindi. Að auki hafði lyftarinn fengið hálfa skoðun 2018 vegna bilunar á tilteknum öryggisatriðum en ekki verið færður til skoðunar eftir það.