Réttindalaus á bíl veldur þriggja bíla árekstri
Sextán ára piltur, réttindalaus, ók sendiferðabíl á móti einstefnu inn Mánagötu og olli þar töluverðu tjóni í hádeginu í dag. Lögreglan í Keflavík segir að drengurinn hafi ekið í mikilli hálku og misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann skall á fólksbíl sem síðan lenti á rafmagnskassa og svo staur, þaðan rann sendiferðabíllinn á annan bíl sem einnig fór á staur. Mikil för eru eftir bílinn í klakanum á götunni og báðir fólksbílarnir eru mikið skemmdir og varð að draga þá í burtu með kranabíl en engin slys urðu á fólki.