Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rétti tíminn til að laða  skemmtiferðaskip til Reykjanesbæjar
Fimmtudagur 22. apríl 2021 kl. 07:05

Rétti tíminn til að laða skemmtiferðaskip til Reykjanesbæjar

Árið 2019 leiddi Markaðsstofa Reykjaness, í samstarfi við Reykjanesbæ og Reykjaneshöfn, verkefni sem snéri að því að laða smærri skemmtiferðaskip til Suðurnesja og greina þau markaðstækifæri sem fælist í sérstöðu Suðurnesja gagnvart þeirri ferðamennsku.

Til stóð að fylgja verkefninu eftir á árinu 2020 en vegna faraldursins COVID-19 varð ekki af því.

„Stjórn Reykjaneshafnar telur að að nú sé rétti tíminn til að fylgja eftir fyrrnefndu verkefni og felur hafnarstjóra að leita eftir áframhaldandi samstarfi við Reykjanesbæ og Markaðsstofu Reykjaness varðandi framvindu þess. Jafnframt telur stjórnin rétt að Reykjaneshöfn gangi í samtökin Cruise Europe á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs þar um, enda mun það hjálpa til við markaðssetningu Suðurnesja á þeim vettvangi,“ segir í afgreiðslu fundarins sem var samþykkt samhljóða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024