Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réttarhöld á Vellinum í morðmáli
Miðvikudagur 10. maí 2006 kl. 09:10

Réttarhöld á Vellinum í morðmáli

Yfirheyrslur hófust fyrir dómi hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli í gær vegna morðs sem framið var á varnarsvæðinu hinn 14. ágúst 2005, en þá fannst Class Ashley Turner, flugliði varnarliðsins, látin í íbúð sinni með áverka á hálsi og höfði. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Verður ákveðið með hliðsjón af þessum yfirheyrslum hvort liðsmaður flugliðs varnarliðsins, Calvin Eugene Hill, meðlimur í 56. björgunarsveit Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli, sem var handtekinn eftir atburðinn grunaður um að hafa myrt Class Ashley Turner, verður dreginn fyrir herrétt vegna málsins. Verði hann fundinn sekur af herrétti gæti beðið hans dauðadómur eða lífstíðarfangelsi, að því er fram kemur á vef blaðsins Baltimore Sun.

Hinn grunaði hefur samkvæmt blaðinu verið í haldi í herstöð í Þýskalandi frá því hann var fluttur frá Íslandi skömmu eftir morðið, en honum var ekki birt ákæra fyrr en í febrúar. Samkvæmt herlögum á að ákæra innan 120 daga frá handtöku en um 180 dagar liðu í þessu tilviki.

Mynd: Vettvangur morðsins var í þessu húsi á Keflavíkurflugvelli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024