Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réttað í Þórkötlustaðaréttum í Grindavík á laugardaginn
Þriðjudagur 13. september 2011 kl. 11:01

Réttað í Þórkötlustaðaréttum í Grindavík á laugardaginn

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Réttað verður í Þórkötlustaðaréttum í Grindavík laugardaginn 17. september kl. 14:00. Að vanda verður margt um fé og fólk. Haustmarkaður handverksfólks verður starfræktur á svæðinu en þar verður ýmislegt skemmtilegt á boðstólum.


Að sögn Þorsteins Gunnarssonar, upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar, hefur verið mjög góð aðsókn í réttirnar undanfarin ár.


„Þórkötlustaðaréttir er afar vinsælar og margir koma langt að. Brottfluttir Grindvíkingar nýta tækifærið til þess að heimsækja heimabyggðina og þá fjölmenna bæjarbúar og mér finnst áhuginn fyrir réttunum hafa aukist gríðarlega undanfarin ár, allir eru velkomnir. Skemmtileg stemmning er í réttunum og handverksmarkaðurinn hefur mælst vel fyrir. Vonandi sjáum við sem flesta og eru allir Suðurnesjabúar hjartanlega velkomnir. Það er upplifun fyrir krakkana að koma hingað en þeir geta m.a. farið á hestbak en Hestamannafélagið Brimfaxi í Grindavík sér um það á milli kl. 14 og 16,“ segir Þorsteinn.


Myndin: Úr Þórkötlustaðarétt í Grindavík. Ljósmyndina tók Ellert Grétarsson. Hún var valin til birtingar á vef National Geographic á dögunum.