Brons
Brons

Fréttir

Rétt slapp út áður en bifreiðin varð alelda
Mánudagur 14. nóvember 2011 kl. 11:06

Rétt slapp út áður en bifreiðin varð alelda

Ökumaður bifreiðar rétt slapp út úr bílnum áður en hann varð alelda á Grindavíkurvegi nú áðan. Ökumaðurinn varð var við reyk í bílnum og ók út í kant. Um leið og bifreiðin stöðvaði varð hún alelda.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Slökkvilið frá Grindavík og Brunavörnum Suðurnesja voru kölluð til ásamt sjúkrabíl og lögreglu.


Þegar slökkvilið kom á staðinn var bíllinn alelda og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hann gjörónýtur eftir brunann.


Ökumanninum varð ekki meint af en var að vonum skelkaður eftir uppákomuna.


VF-myndir: Hilmar Bragi