Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Restin af HF rifin
    Mynd af brunanum í HF sem birtist í dagblöðum árið 1983. (Skjáskot af Morgunblaðinu á timarit.is)
  • Restin af HF rifin
    Unnið að niðurrifi á hluta hússins í janúar sl.
Fimmtudagur 4. febrúar 2016 kl. 15:59

Restin af HF rifin

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa móttökuhúsin að Hafnargötu 2, sem jafnan ganga undir nafninu HF. Húsin eru í lélegu ástandi en þar hefur síðustu ár verið tómstundastarf eins og golfæfingar og púttaðstað.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar segir í samtali við Víkurfréttir að ráðist verði í að rífa húsin síðar á árinu. Í ársbyrjun var hluti hússins rifinn en sá hluti varð eldi að bráð fyrir rúmum þremur áratugum og þak hússins fauk af í óveðri í desember og olli tjóni í gamla bænum í Keflavík.

Húsnæði Svarta pakkhússins mun standa áfram ásamt áföstum vélasal en þar eru gamlar frystivélar HF en vélasalurinn er einstakur á Íslandi og verðugur safngripur.

Þá er unnið að endurbótum á Fisherhúsi sem stendur á horni Hafnargötu 2. Skipt hefur verið um þak á húsinu og verið er að endurnýja klæðningu hússins og koma henni í upprunalegt horf.

Guðlaugur Helgi segir að nú sé unnið að því að finna þeim sem nú nýta þessa aðstöðu á Hafnargötu 2 annan stað fyrir starfið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024