Miðvikudagur 24. nóvember 2010 kl. 08:29
Rennibrautinni lokað
Rennibrautinni í sundlauginni í Garði hefur verið lokað. Ástæðan er lítil notkun yfir þennan kaldasta tíma ársins og eins vegna mikils kostnaðar af því að hreinsa og hita vatn fyrir brautina. Brautin verður aftur opnuð þegar kaldasti veturinn verður genginn yfir í mars á næsta ári.