Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rennibraut við sundlaugina í Vogum?
Miðvikudagur 5. júní 2013 kl. 17:57

Rennibraut við sundlaugina í Vogum?

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hefur samþykkt samhljóða að ráðast í könnun á kostnaði við uppbyggingu lítillar rennibrautar við sundlaug sveitarfélagsins.

„Sveitarfélagið Vogar hefur undanfarin ár lagt áherslu á að vera fjölskylduvænt samfélag. Hluti af þeirri stefnu ætti að vera að auka framboð á afþreyingu fyrir börn og unglinga. Í stefnuskrá H-lista og samstarfssamningi H og E lista var lagt til að ráðist verði í byggingu lítillar rennibrautar við sundlaugina í því skyni að auka aðsókn barna og unglinga að lauginni.

Ég legg því til að bæjarstjóra verði falið að skoða þá möguleika sem eru til staðar og fá kostnaðaráætlun af hönnun og uppsetningu slíkrar brautar,“ segir Inga Sigrún Atladóttir bæjarfulltrúi í bókun í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga í síðustu viku.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024