Rennblautir bæjarstarfsmenn
Loksins, loksins, sögðu þeir sem rækta gróður og garða þegar það tók að rigna fyrir alvöru í dag, eftir langvarandi þurrka sem hafa varað í um þrjár vikur. Í Sveitarfélaginu Garði fundum við þessa rennblautu bæjarstarfsmenn í blómabeði á horni Garðbrautar og Heiðarbrautar. Góðir regngallar komu að notum í dag og munu án efa gera það á morgun líka þar sem veðurspáin fyrir Faxaflóasvæðið er eftirfarandi:
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægara og úrkomuminna í kvöld og nótt. Vaxandi vindur og rigning í fyrramálið, en snýst í suðvestan 10-15 með skúrum síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en hægara og úrkomuminna í kvöld og nótt. Vaxandi vindur og rigning í fyrramálið, en snýst í suðvestan 10-15 með skúrum síðdegis á morgun. Hiti 8 til 13 stig.
VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson