Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Renault bifreið komið fyrir við barinn í flugstöð
Föstudagur 26. júlí 2002 kl. 09:12

Renault bifreið komið fyrir við barinn í flugstöð

Það er ekki á hverjum degi sem bílar setjast að inni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það var þó gert sl. þriðjudag þegar bifreið af gerðinni Renault Scénic var komið þar fyrir á auglýsingarplássi fyrir framan barinn í flugstöðinni þar sem hann er til sýnis og sölu. Var bíllinn hífður upp í lyftu og hann settur inn í gegnum neyðarútgang flugstöðvarinnar. Þaðan var honum svo ýtt í gegnum allan ganginn, samtals einn kílómeter, í gegnum nýju flugstöðina, framhjá verslununum og honum svo lagt fyrir framan barinn.

Að sögn Smára Helgasonar á Bílasölu Keflavíkur, sem sér um að selja bílinn í samvinnu við Bifreiðar og Landbúnaðarvélar, gekk þetta allt saman súper vel og tók verkefnið aðeins um klukkustund. Reunalt Scénic bíllin sem um ræðir er mjög hentugur fjölnota bíll. Hann er 107 hestöfl, sjálfskiptur og segist Smári gera ráð fyrir því að bíllinn seljist á þeim tíma sem hann er til sýnis en hann verður í flugstöðinni í mánuð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024