Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rekstur sveitarsjóðs Voga afar viðkvæmur
Sunnudagur 17. janúar 2016 kl. 06:00

Rekstur sveitarsjóðs Voga afar viðkvæmur

Rekstur Sveitarfélagsins Voga gekk þokkalega á árinu 2015, þegar á heildina er litið. Bæjarsjóður tók á sig talsverða útgjaldaaukningu í kjölfar nýrra kjarasamninga sem að hluta til fólu í sér afturvirkar hækkanir. Á móti komu hærri skatttekjur sem jafna upp að mestu þennan útgjaldaauka. Að öðru leyti tókst að halda rekstrarkostnaði að mestu innan ramma áætlunar. Þetta segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum í vikulegum pistli bæjarstjóra.

„Sem fyrr er rekstur sveitarsjóðs afar viðkvæmur og má við litlum áföllum, því verður áfram lögð áhersla á virkt kostnaðareftirlit og ráðdeild og sparsemi í öllum rekstrarþáttum,“ segir í pistlinum.

Framkvæmdir á árinu 2016 munu einkennast af varfærni, einkum verður áhersla á viðhaldsframkvæmdir við götur og stíga, auk framkvæmda við gatnagerð í tengslum við úthlutun lóða á iðnaðarsvæði. „Með þessu móti leggjum við traustan grunn að framtíðaruppbyggingunni og öflugri starfsemi sveitarfélagsins,“ segir bæjarstjórinn að endingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024