Rekstur Reykjanesbæjar fær falleinkunn í MPA skýrslu
Rekstur Reykjanesbæjar er mjög slæmur en tap var á starfseminni öll árin 2002 - 2005, stöðug og mikil skuldasöfnun og fjármunamyndun neikvæð um tugi prósenta. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
hefur haft Reykjanesbæ undir eftirliti árum saman. Þetta kemur fram í lokaskýrslu sem Sigurður Björnsson, viðskipta- og stjórnssýslufræðingur hefur unnið til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu (MPA) við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Segir Sigurður í skýrslunni að rekstur Reykjanesbæjar hljóti að fá falleinkunn.
Í skýrslunni skoðar Sigurður og ber saman rekstur sex sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins frá á árunum 2002 – 2005 en þau eru auk Reykjanesbæjar, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær,
Seltjarnarnes. Í rannsókninni leitar Sigurður svara við þeirri spurningu hvort mögulegt sé að tengja fjárhagslega afkomu sveitarfélaga vinnubrögðum og verkferlum í stjórnsýslunni.
Í niðurstöðum skýrslunnar segir að skuldir Reykjanesbæjar vaxi gríðarlega, framlegð áranna 2002 – 2005 sé að meðaltali neikvæð um 15,9% og fjármunamyndun neikvæð um tæp 9% að meðaltali.
„Stöðug skuldasöfnun við þessar aðstæður verður að teljast ábyrgðarleysi, ekki síst í ljósi þess að fjölgun íbúa hefur nánast engin verið á undangengnum árum og engin merki um að það breytist.
Við það bætist að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur haft Reykjanesbæ undir eftirliti árum saman. Fjármálastjórn Reykjanesbæjar hlýtur að fá falleinkunn“, segir orðrétt í niðurstöðum skýrslunnar.
hefur haft Reykjanesbæ undir eftirliti árum saman. Þetta kemur fram í lokaskýrslu sem Sigurður Björnsson, viðskipta- og stjórnssýslufræðingur hefur unnið til meistaraprófs í opinberri stjórnsýslu (MPA) við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Segir Sigurður í skýrslunni að rekstur Reykjanesbæjar hljóti að fá falleinkunn.
Í skýrslunni skoðar Sigurður og ber saman rekstur sex sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins frá á árunum 2002 – 2005 en þau eru auk Reykjanesbæjar, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær,
Seltjarnarnes. Í rannsókninni leitar Sigurður svara við þeirri spurningu hvort mögulegt sé að tengja fjárhagslega afkomu sveitarfélaga vinnubrögðum og verkferlum í stjórnsýslunni.
Í niðurstöðum skýrslunnar segir að skuldir Reykjanesbæjar vaxi gríðarlega, framlegð áranna 2002 – 2005 sé að meðaltali neikvæð um 15,9% og fjármunamyndun neikvæð um tæp 9% að meðaltali.
„Stöðug skuldasöfnun við þessar aðstæður verður að teljast ábyrgðarleysi, ekki síst í ljósi þess að fjölgun íbúa hefur nánast engin verið á undangengnum árum og engin merki um að það breytist.
Við það bætist að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur haft Reykjanesbæ undir eftirliti árum saman. Fjármálastjórn Reykjanesbæjar hlýtur að fá falleinkunn“, segir orðrétt í niðurstöðum skýrslunnar.