Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rekstur Garðs í tugmilljóna plús
Þriðjudagur 12. apríl 2016 kl. 07:00

Rekstur Garðs í tugmilljóna plús

- stenst að fullu fjármálareglur Sveitarstjórnarlaga

Rekstrarafkoma síðasta árs er jákvæð kr. 36,5 milljónir hjá Sveitarfélaginu Garði. Fyrri umræða um ársreikninga sveitarfélagsins fór fram í bæjarstjórn Garðs í síðustu viku. Í reikningunum kemur fram að langtímaskuldir eru alls kr. 61 milljónir, en skuldir og skuldbindingar með lífeyrisskuldbindingum og leiguskuldbindingum eru alls kr. 363,7 milljónir. Handbært fé jókst á árinu 2015 um kr. 46,4 milljónir.
 
Bæjarstjórn lýsti á fundinum ánægju með þann árangur í rekstri sveitarfélagsins sem birtist í ársreikningnum og fagnar þeim mikilvæga áfanga að sveitarfélagið stenst nú að fullu fjármálareglur Sveitarstjórnarlaga, tveimur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.

„Niðurstöður ársreikningsins eru mjög ánægjulegar og góðar. Reikningurinn felur m.a. í sér að sveitarfélagið uppfyllir nú að fullu fjármálareglur Sveitarstjórnarlaga, bæjarstjórn hefur þar með náð þessu mikilvæga markmiði og það tveimur árum fyrr en áætlanir höfðu gert ráð fyrir,“ segir Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Garði, í vikulegum pistli sem hann skrifar á vef Sveitarfélagsins Garðs.

Samþykkt var samhljóða á fundinum að vísa ársreikningi 2015 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024