Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rekstri Garðvangs verður haldið áfram
Hjúkrunarheimilið Garðvangur í Garði. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Föstudagur 13. desember 2013 kl. 09:51

Rekstri Garðvangs verður haldið áfram

- Hjúkrunarrýmin verða ekki tekin gegn vilja bæjarstjórnar Garðs enda heimilisfólk á Garðvangi með lögheimili í Garði

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs samþykkti samhljóða á bæjarstjórnarfundi sínum í gærkvöldi að rekstri Garðvangs verði haldið áfram og tryggt að orðið verði við óskum þess heimilisfólks sem býr á Garðvangi og þess óska að það geti búið þar áfram.

Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir að hjúkrunarrými á Garðvangi verði ekki tekin þaðan gegn vilja bæjarstjórnar Garðs, enda er heimilisfólk á Garðvangi með lögheimili í Sveitarfélaginu Garði.

Bæjarstjórn Garðs lýsir yfir andstöðu við samþykkt meirihluta í stjórn Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum (DS) um að hjúkrunarheimilinu Garðvangi verði lokað og starfsemi þess flutt á Nesvelli í Reykjanesbæ. Stjórn DS hefur ekki heimildir til að leggja niður hjúkrunarheimilið og flytja starfsemina á annan stað. Ákvörðun um slíkt er í höndum heilbrigðisráðherra.

Bæjarstjórn Garðs skorar á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að Garðvangi verði ekki lokað og þannig virtur vilji bæjarfélaganna, Garðs og Sandgerðis, um að leggja ekki niður eina hjúkrunarheimilið í þessum tveimur bæjarfélögum.  Bent er á að ráðuneytið hefur ítrekað upplýst að skipan þessara mála sé háð samstöðu sveitarfélaganna sem standa að DS.

Bæjarstjórn skorar á heilbrigðisráðherra að sjá til þess að framlög verði veitt úr Framkvæmdasjóði aldraðra og/eða á fjárlögum til að kosta hlut ríkisins við breytingar á húsnæði Garðvangs, sem nemi 85% af kostnaðnum. Bæjarstjórn lýsir yfir vilja sínum til að koma að því máli með svokallaðir leiguleið.  

Loks samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra undirbúning þess að ráða hönnuð til þess að gera tillögur að breytingum á húsnæði Garðvangs, þannig að það standist ýtrustu kröfur um aðbúnað og húsnæði á hjúkrunarheimilum, segir í samþykkt bæjarstjórnar Garðs frá því í gær.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024