Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rekstrartap hjá Fríhöfninni vegna aukins húsnæðiskostnaðar
Fimmtudagur 18. september 2014 kl. 14:20

Rekstrartap hjá Fríhöfninni vegna aukins húsnæðiskostnaðar

Tekjurnar námu 3,9 milljörðum og hækkuðu um 14,5% milli ára.

Rekstur Fríhafnarinnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar gekk vel á fyrri árshelmingi 2014 og er í takt við áætlanir félagsins. Rekstartekjur námu 3.875 milljónum króna, sem er 14,5% hækkun frá sama tímabili árið 2013. Sölutekjur hækkuðu um 14,2% og aðrar tekjur um 33.1%.    
        
Rekstrarkostnaður félagsins hækkaði um 28% fyrstu sex mánuði ársins er þar af hækkaði húsnæðiskostnaður um 30,4% milli ára sem snýr að samsetningu húsnæðiskostnaðar til móðurfélagsins, Isavia. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 9,8% milli ára. Heildareignir félagsins voru 2.098 milljónum króna í lok júní 2014 samanborið við 1.671 milljón króna í lok síðasta árs.  

               
Lykiltölur úr hálfsársuppgjöri 2014:    
Rekstrartekjur: 3.875 millj. kr.    
Rekstrartap: 60,9 millj. kr.    
Heildarafkoma eftir skatta: 57,9 millj. kr.    
Heildareignir: 2.098 millj. kr.    
Eigið fé í lok tímabilsins: 710 millj. kr.    
Eiginfjárhlutfall: 34%    
Lausafjárhlutfall: 86%    
        
Fríhöfnin fjölgaði stöðugildum sínum úr 129 í 145 á fyrstu sex mánuðum ársins í takt við aukna veltu og stækkun verslana, um 8,6%. Stærstu vöruflokkarnir í verslunum félagsins eru áfengi, tóbak, snyrtivörur, sælgæti og fatnaður.   

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024