Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rekstrarniðurstaða neikvæð um 648 milljónir
Mánudagur 15. september 2014 kl. 12:08

Rekstrarniðurstaða neikvæð um 648 milljónir

– Árshlutareikningur Reykjanesbæjar fyrstu sex mánuði ársins 2014

Óendurskoðaður árshlutareikningur Reykjanesbæjar fyrir tímabilið janúar til júní 2014 hefur verið lagður fram í bæjarráði. Rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs er neikvæð um 648 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði neikvæð um 494 milljónir. Niðurstaðan því lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir um 154 milljónir. Verri rekstrarniðurstaða er m.a. vegna sölutaps á hlutabréfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjanesbæ.

Hjá samstæðu Reykjanesbæjar, A og B hluta, er rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði neikvæð um 1131 milljón en áætlun gerði ráð fyrir neikvæðri niðurstöðu um 958 milljónir. Helsta frávik frá áætlun er sölutap hlutabréfa.

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um 542 milljónir en áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 530 milljónir.
Eignir samstæðu eru bókfærðar á 48,3 milljarða. Þar af eru veltufjármunir 4,4 milljarðar. Skuldir samstæðu með lífeyrisskuldbindingum og leiguskuldbindingum eru 40,6 milljarðar. Þar af eru skammtímaskuldir 3,7 milljarðar. Eigið fé nam 7,7 milljarðar.

Rekstur Reykjanesbæjar skiptist í A-hluta og B-hluta. Til A-hluta telst starfsemi sem er fjármögnuð að hluta eða öllu leyti með skatttekjum. Um er að ræða Aðalsjóð sem inniheldur rekstur fagsviða, Eignasjóð og Þjónustumiðstöð. Til B-hluta teljast fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu bæjarins, en rekstur þeirra er að stofni til fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtækin eru:Fasteignir Reykjanesbæjar, Fráveita, Framkvæmdasjóður aldraðra, HS Veitur hf, Reykjaneshöfn, Tjarnargata 12 og Víkingaheimar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024