Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar neikvæð
Ársreikningur Grindavíkurbæjar fyrir árið 2011 hefur verið lagður fram og má nálgast á vef Grindavíkurbæjar. Þarna er hægt að kynna sér rekstur Grindavíkurbæjar á síðasta ári. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2011 námu 1.916,1 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.647,0 millj. kr.
Álagningarhlutfall útsvars var 14,48% sem var lögbundið hámark árið 2011. Álagningahlutfall fasteignaskatts A-flokki nam 0,27% en lögbundið hámark þess er 0,5%. Í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hlutfall. Í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,65% en lögbundið hámark þess er 1,32%, en sveitarstjórnir hafa heimild til að hækka álagningarhlutfall í A og C-flokki um allt að 25%.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 100,6 millj. kr. og í A hluta um 149,5 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2011 nam 5.820,3 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 6.106,7 millj. kr.