Rekstarafgangur af Ljósanótt

Rekstarafgangur var á framkvæmd hátíðar á Ljósanótt að upphæð 87. 334 kr. samkvæmt uppgjöri frá Ljósanefnd. Heildarkostnaður við Ljósanótt nam kr. 2.677.666,- en frjáls framlög frá einstaklingum og fyrirtækjum kr. 1.265.000 auk þess sem Reykjanesbær lagði fram kr. 1.500.000. Þá var ófyrirsjánalegur kostnaður vegna viðgerða á ljósunum við Bergið kr. 480.379 en þau voru afhent Reykjanesbæ formlega til eignar á Ljósanótt.
Steinþór og Johan töldu þeir mikilvægt að nú þegar yrði hafin undirbúningsvinna að næstu Ljósanótt enda kalla sum atriði á mikla undirbúningsvinnu. Vildu þeir nota tækifærið f.h. Ljósanæturnefndarinnar, en í henni voru auk þeirra þau Valgerður Guðmundsdóttir, Íris Jónsdóttir og Stefán Bjarkason, og koma á framfæri þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem lögðu sitt af mörkum til að gera hátíðina eftirminnanlegan þátt í samfélagi okkar og til þeirra sem tóku þátt í hátíðinni. Til gamans má segja að miðað við mannfjölda hefðu yfir 200 þúsund manns þurft að koma saman í Reykjavík til að hafa jafn mikil áhrif.