Reisir Hitaveita Suðurnesja hf. stóra virkjun á Reykjanesi?
Hitaveita Suðurnesja hf. hefur á síðustu misserum átt í viðræðum við Landsvirkjun um flutning raforku af Reykjanesi í tengslum við fyrirhugaða stækkun Norðuráls. Í fréttakorni sem Júlíus Jónsson forstjóri Hitaveitu Suðurnesja skrifa á vefsíðu fyrirtækisins segir hann: „Haldið hefur verið áfram undirbúningi væntanlegrar virkjunar þó að sjálfsögðu sé enn sama óvissan varðandi t.d. Norðlingaöldu, sem er forsenda þess að Landsvirkjun hafi raforku fyrir Norðurál á tilsettum tíma og þá um leið, að af stækkun geti orðið. Af öðrum atriðum er ekki annað að frétta en að síðustu viðræður við Landsvirkjun varðandi flutning raforkunnar frá Reykjanesi til Norðuráls hafa mjög minnkað tiltrú okkar á, að unnt verði að semja um flutninginn á vitrænum forsendum, en án þess verður að sjálfsögðu ekki af virkjun að svo komnu máli. Ekki er tímabært að gera grein fyrir þeim ágreiningi sem uppi er, en þau mál verða nánar skýrð síðar, reynist ekki grundvöllur til samkomulags,“ segir Júlíus á vefsíðu hitaveitunnar.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Júlíus að hann vildi ekki mikið tjá sig um málið en segir að það snúist um verð á flutningi rafmagns um flutningskerfi Landsvirkjunar. Júlíus segir að sumir telji að sama eigi að gilda um flutning á rafmagni og pósti: „Við teljum hinsvegar að verðið fyrir flutning á rafmagni eigi að endurspeglast af því hvað sé verið að flytja og hvert sé verið að flytja það, þ.e. reyna að nálgast sem mest raunkostnað við flutninginn. Þannig verði hagstæðustu virkjanakostir valdir með hliðsjón af því hvar orkan verður nýtt og minnkar þannig heildarkostnað við flutning raforku í landinu. Eins og þetta er í meginatriðum í dag, þá kostar það jafnmikið að flytja rafmagn í Straumsvík og á hinn endan á landinu. Það er bara fast verð fyrir flutninginn og eins og menn hafa líkt þessu við póstburðargjöldin, en það kostar það sama að senda bréf innanbæjar eða út á land. Þeir vilja að það sama gildi um flutning á rafmagni. Um það stendur þessi deila,“ segir Júlíus.
Í frétt sinni á vefsíðu Hitaveitu Suðurnesja segir Júlíus að hitaveitan sé að skoða virkjunarmöguleika á Reykjanesi í tengslum við orkusölu til Norðuráls, en jafnframt segir hann að málið sé í óvissu vegna málefna Norðlingaölduveitu. Júlíus segir að áfram verði unnið að undirbúningi að jarðhitavirkjun á Reykjanesi: „Við getum klárlega reist jarðhitavirkjun sem myndi framleiða um 100 megavött og teljum að ekki sé loku fyrir það skotið að reisa enn stærri virkjun. Reykjanesið er eitt virkasta jarðhitasvæði á Íslandi og möguleikarnir eru miklir varðandi virkjanir á því svæði.“
Til samanburðar við hugsanlega 100 megavatta virkjun á Reykjanesi er Blönduvirkjun 150 Megavött, Sultartangavirkjun 120 megavött og Vatnsfellsvirkjun 90 megavött. Ef jarðhitavirkjun á Reykjanesi yrði reist er ljóst að um eina af stærstu virkjunum landsins yrði að ræða.
Í samtali við Víkurfréttir sagði Júlíus að hann vildi ekki mikið tjá sig um málið en segir að það snúist um verð á flutningi rafmagns um flutningskerfi Landsvirkjunar. Júlíus segir að sumir telji að sama eigi að gilda um flutning á rafmagni og pósti: „Við teljum hinsvegar að verðið fyrir flutning á rafmagni eigi að endurspeglast af því hvað sé verið að flytja og hvert sé verið að flytja það, þ.e. reyna að nálgast sem mest raunkostnað við flutninginn. Þannig verði hagstæðustu virkjanakostir valdir með hliðsjón af því hvar orkan verður nýtt og minnkar þannig heildarkostnað við flutning raforku í landinu. Eins og þetta er í meginatriðum í dag, þá kostar það jafnmikið að flytja rafmagn í Straumsvík og á hinn endan á landinu. Það er bara fast verð fyrir flutninginn og eins og menn hafa líkt þessu við póstburðargjöldin, en það kostar það sama að senda bréf innanbæjar eða út á land. Þeir vilja að það sama gildi um flutning á rafmagni. Um það stendur þessi deila,“ segir Júlíus.
Í frétt sinni á vefsíðu Hitaveitu Suðurnesja segir Júlíus að hitaveitan sé að skoða virkjunarmöguleika á Reykjanesi í tengslum við orkusölu til Norðuráls, en jafnframt segir hann að málið sé í óvissu vegna málefna Norðlingaölduveitu. Júlíus segir að áfram verði unnið að undirbúningi að jarðhitavirkjun á Reykjanesi: „Við getum klárlega reist jarðhitavirkjun sem myndi framleiða um 100 megavött og teljum að ekki sé loku fyrir það skotið að reisa enn stærri virkjun. Reykjanesið er eitt virkasta jarðhitasvæði á Íslandi og möguleikarnir eru miklir varðandi virkjanir á því svæði.“
Til samanburðar við hugsanlega 100 megavatta virkjun á Reykjanesi er Blönduvirkjun 150 Megavött, Sultartangavirkjun 120 megavött og Vatnsfellsvirkjun 90 megavött. Ef jarðhitavirkjun á Reykjanesi yrði reist er ljóst að um eina af stærstu virkjunum landsins yrði að ræða.