Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reisa sjálfvirka þvottastöð fyrir flugvélar
Miðvikudagur 28. mars 2018 kl. 06:00

Reisa sjálfvirka þvottastöð fyrir flugvélar

Ríkiskaup birtu þann 22. mars sl. útboðsgögn fyrir hönd Utanríkisráðuneytisins og Landhelgisgæslu Íslands vegna útboða á hönnunar- og byggingarverkefnum á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Um tvö verkefni er að ræða innan öryggissvæðisins, hönnun og verkframkvæmd vegna breytinga á flugskýli 831 og hönnun og bygging sjálfvirkrar þvottastöðvar fyrir flugvélar.

Verkefnin eru fjármögnuð að fullu af NATO og gert er ráð fyrir því að þau verði bæði unnin samhliða og þurfa þau að vera í samræmi við alþjóðlegar reglugerðir um flugvelli og kröfur Landhelgisgæslu Íslands. Áætlaður kostnaður við verkefnin er um 17 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,7 milljarðar króna.
Þær breytingar sem framkvæma á flugskýli 831 eru meðal þær að endurnýja hurð flugskýlisins og rafkerfi sem flugvélar tengjast við og verður ný þvottastöð fyrir flugvélar, sem hanna á og reisa að vera sjálfvirk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Krafist er framkvæmdatryggingar í samræmi við FAR 52.228-15. Aðeins fyrirtæki sem hafa skráð sig í gagnagrunn bandarískra yfirvalda á www.sam.gov geta tekið þátt í útboðsferlinu. Fyrirhugað er að birta útboðsgögnin um 2. apríl nk. á slóðinni www.neco.navy.mil and www.fbo.gov og þar verða einnig birtar breytingar á útboðsgögnum þar til lokafrestur til að skila tilboðum rennur út. Þetta kemur fram á heimasíðu Ríkiskaupa.