Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Reiknað með 270 milljónum úr Framtíðarsjóði til byggingar Gerðaskóla
Fimmtudagur 7. janúar 2010 kl. 12:12

Reiknað með 270 milljónum úr Framtíðarsjóði til byggingar Gerðaskóla


Gjaldskrá Garðs hækkar að jafnaði um 4-5% samkvæmt nýsamþykktri fjárhagsáætlun 2010 sem kom til seinni umræðu í síðustu viku. Í greinargerð með gjaldskránni er tekið fram að en hún hafi ekki hækkað síðastliðin þrjú ár. Vísitala neysluverðs hafi hins vegar hækkað um 33% á sama tíma.
Í fjárhagsáætlun 2010 er gert ráð fyrir 270 milljóna króna framlagi úr Framtíðarsjóði til byggingar Gerðaskóla. Einnig á að greiða niður lán að upphæð rúmar 355 milljónir.

Í helstu lykiltölum áætlunarinnar er áætlað að tekjur A-hluta bæjarsjóðs verði hátt í 739 milljónir. Reiknað er með að tekjur samstæðunnar verði 768 milljónir króna. Fjármagnstekjur A-hluta verða 82 milljónir króna og samstæðunnar hátt í 44 milljónir.
Gjöld vegna A hluta verða 815 milljónir en tæplega 807 milljónir vegna samstæðunnar.
Afborganir langtímaskulda á árinu verða rúmar 433 milljónir, þar af fara 355 milljónir í uppgreiðslu lána.

Rekstrarniðurstaða A hluta verður jákvæð um hátt í 5,4 milljónir króna samkvæmt áætluninni en 4,8 milljónir vegna samstæðunnar.
Veltufé frá rekstri verður 116,5 milljónir og handbært fé í árslok tæpir 1,4 milljarðar.

Ávöxtun Framtíðarsjóðs á árinu 2010 er áætluð 9,5% nafnávöxtun á ársgrundvelli fyrir fjármagnstekjuskatt. Stefnt er að því að gera samning við Sparisjóðinn í Keflavík sem tryggir vaxtamun Framtíðarsjóðs. Í fjárhagsáætlun 2010 er gert ráð fyrir 270 milljóna króna framlagi úr Framtíðarsjóði til byggingar Gerðaskóla. Einnig á að greiða niður lán að upphæð rúmar 355 milljónir.

Eins við er að búast hafði minnihlutinn í F-listanum ýmislegt að athuga við fjárhagsáætlun meirihlutans. Í bókun harmar F-listinn að ekki skuli hafa verið leitað leiða til að komast hjá auknum álögum á bæjarbúa auk þess sem lagðar voru fram tillögur til breytinga á áætluninni.

N-listinn leggur áherslu á að bæjarsjóður skili jákvæðri rekstrarniðurstöðu. Jákvæð niðurstaða ársins 2010 sé háð framlagi vegna ávöxtunar Framtíðarsjóðs upp á 53 milljónir króna og er öll áætluð raunávöxtun sjóðsins á árinu.

Hægt er að sjá nánar um fjárhagsáætlunina og bókanir hér

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024