Reiðhöll rís í Grindavík
Það var sannarlega stór stund fyrir Hestamannafélagið Brimfaxa í Grindavík á sumardaginn fyrsta, þegar skrifað var formlega undir samning við Grindavíkurbæ um byggingu reiðhallar félagsins og í kjölfarið var fyrsta skóflustunga að reiðhöllinni tekin.
Grindavíkurbær leggur 50 milljónir króna í verkefnið sem gerir Brimfaxa kleift að byggja höllina sem er um 26 metrar á lengd og 70 metrar á breidd. Reiðhöllin rís í hestamannahverfinu í Hópsheiði þar sem nú er reiðhringur og er áætlað að hún verði tilbúin í haust.
Nánar á Grindavík.is
Efsta mynd: Hilmar Knútsson formaður Brimfaxa, Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Hermann Ólafsson ábyrgðarmaður byggingaframkvæmdanna taka fyrstu skóflustunguna að reiðhöllinni.