Reiðhjólaþjófar á ferð í Reykjanesbæ
Nokkuð hefur verið um það að undanförnu að reiðhjólum hafi verið stolið í Reykjanesbæ.
Nokkuð hefur verið um það að undanförnu að reiðhjólum hafi verið stolið í Reykjanesbæ. Þrjár tilkynningar þess efnis hafa borist lögreglunni á Suðurnesjum á síðustu dögum. Á einu hjólanna var barnastóll, sem þjófurinn tók einnig. Um er að ræða dýr og góð reiðhjól og tjónið því tilfinnanlegt fyrir eigendur þeirra. Lögreglan skorar á þá sem tóku hjólin að skila þeim aftur til eigendanna.