Reiðhjólaþjófar á ferð
Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að reiðhjólum hafi verið stolið í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Nýverið var einu slíku stolið þar sem eigandinn hafði skilið það eftir við Sundmiðstöðina í Keflavík. Lögregla hefur rökstuddan grun um hverjir voru þar að verki. Þá var öðru hjóli stolið þar sem það stóð læst í innkeyrslu við íbúðarhús. Bæði eru hjólin verðmæt og mikill missir að þeim fyrir eigendurna sem eru ungir að árum.