Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Regnbogi yfir Reykjanesbæ
Laugardagur 9. júlí 2005 kl. 00:31

Regnbogi yfir Reykjanesbæ

Það var fallegur regnbogi sem teygði sig niður að Fitjum laust fyrir miðnætti í kvöld. Mikið hefur rignt í dag og sást þessi myndarlegi regnbogi yfir Reykjanesbæ þegar stytta tók upp.

Eftirfarandi fróðleiksmolar eru teknir af Vísindavef Háskóla Íslands:

Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið.

Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.

Sólargeislar sem mynda regnbogann hafa brotnað við að fara inn í
regndropa, síðan speglast einu sinni á bakhliðinni og brotnað svo aftur
við að fara út úr dropanum. Stefnubreyting ljósgeisla vegna áreksturs við vatnsdropa er reyndar háð því hvar geislinn lendir á dropanum, en styrkurinn er áberandi mestur þar sem nýi geislinn myndar tiltekið horn miðað við stefnuna sem upphaflegi geislinn kom úr.

VF-myndir/ Jón Björn, [email protected]


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024