Reglur um gistiheimili í íbúðahverfum Reykjanesbæjar samþykktar
Tillaga að reglum um gistiheimili á íbúðasvæðum var lögð fram á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar og samþykkt.
Rekstrarleyfisskyld gististarfsemi hefur verið bönnuð á íbúðasvæðum skv. aðalskipulagi en með endurskoðun aðalskipulags er vikið frá þeirri stefnu og slík starfsemi heimiluð uppfylli hún sett skilyrði eins og nánar kemur fram í tillögu að reglugerð um gistiheimili á íbúðasvæðum í Reykjanesbæ.