Refa- og minkaveiðar í Grindavík

Lögð hefur verið fram beiðni fimm aðila í Grindavík um leyfi til að skjóta ref og mink í sveitarfélaginu. Bæjarráð Grindavíkur tók málið fyrir á síðasta fundi sínum og samþykkir að heimila þessum aðilum refa- og minkaeyðingu í sveitarfélaginu til 1. maí 2018.