Réðust á húsmóður út af barnarúmi
Lögregla var kölluð að íbúðarhúsi í Grindavík um kvöldmatarleytið í gær vegna líkamsárásar. Þar var heimilismóðirin ein heima með börn sín þegar fjórar konur ruddust inn á heimilið og réðust á hana. Hlaut hún áverka á höfuð. Munu konurnar fimm þekkjast og segir í dagbók lögreglu að tilefni árásarinnar virðist hafa verið deila um afnot af barnarúmi.