Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réðst á leigubílsstjóra
Laugardagur 24. september 2005 kl. 11:01

Réðst á leigubílsstjóra

Um klukkan átta í gærmorgun var tilkynnt að verið væri að ráðast á leigubifreiðastjóra á Heiðarholti í Keflavík.  Er lögreglumenn komu á staðinn var árásarmaðurinn flúinn af staðnum og fannst ekki þrátt fyrir leit.  Hann hafði slegið leigubílstjórann í andlitið og var hann bólginn eftir.  Árásarmaðurinn var í dökkri úlpu og með derhúfu á höfði.

Tveir ölvaðir aðilar þurftu að leita læknisaðstoðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í nótt vegna meiðsla sem þeir hlutu. Um var að ræða áverka sem hlutust vegna óstöðugleika viðkomandi.
 
Ein líkamsárás var tilkynnt til lögreglunnar í nótt ásamt því sem að einn aðili gisti fangageymslu lögreglunnar vegna lyfja og eða fíkniefnaneyslu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024