Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Réðst á flugfreyju og beit farþega
Þriðjudagur 24. október 2017 kl. 08:57

Réðst á flugfreyju og beit farþega

Aðfararnótt sunnudags voru lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum kallaðir á Keflavíkurflugvöll vegna ölvaðs farþega um borð í flugvél sem var að koma inn til lendingar.
Farþeginn hafði ráðist á flugfreyju og látið öllum illum látum.

Þegar tveir farþegar gengu á milli beit viðkomandi annan þeirra í handlegginn og klóraði hinn, náðist þá að koma farþeganum í sæti og hann bundinn við það þar til að lögreglumenn komu um borð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veitti farþeginn þá mótspyrnu og þurfti að færa í járn áður en hann var fluttur á lögreglustöð. Gerðist hann sekur um ölvun á almannafæri, líkamsárás og brot á lögum um öryggi loftfara.