Fréttir

Rauðvínið reyndist innhalda annað frá Barcelona
Úr flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mánudagur 18. mars 2019 kl. 14:10

Rauðvínið reyndist innhalda annað frá Barcelona

Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum hefur til rannsóknar fíkniefnamál sem upp kom fyrr í mánuðinum þegar íslenskur karlmaður á sextugsaldri reyndi að smygla rúmlega einum og hálfum lítra af amfetamínvökva inn í landið. Maðurinn var að koma frá Barcelona á Spáni  þegar tollverðir stöðvuðu hann í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Í farangri hans voru tvær 780 millilítra rauðvínsflöskur sem reyndust innihalda amfetamínvökvann.

Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi og miðar rannsókn málsins vel.

Ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.

Public deli
Public deli