Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rauður símaklefi á Lundúnatorgi í Reykjanesbæ
Föstudagur 5. september 2008 kl. 18:43

Rauður símaklefi á Lundúnatorgi í Reykjanesbæ



Rauður símklefi var formlega afhjúpaður á nýju Lundúnatorgi í Reykjanesbæ á Ljósanæturhátíðinni í dag en torgið er annað í röð 5 torga sem öll verða nefnd eftir þekktum heimsborgum. Fyrir er Reykjavíkurtorg með listaverki eftir Ásmund Sveinsson en verkefnið byggir á þeirri hugmynd að Reykjanesbær sé hlið Íslands að heiminum og torgum prýddur Flugvallavegurinn sé því eins og þjóðbraut út í hinn stóra heim.

Verkið sem afhjúpað var er nákvæm eftirlíking af breskum símklefa en hugmyndin, útfærsla og önnur vinna við verkið var unnin af Þorsteini Jónssyni og Katrínu Hafsteinsdóttur hjá fyrirtækinu Kator.

Það var sendiherra Breta, hr. Ian Whitting sem afhjúpaði verkið og var það eitt af hans fyrstu embættisverkum. Hann sagði símklefann rauða vera einkennandi fyrir Breta og enn megi finna hann víðsvegar um Bretland, í stórborgum jafnt sem minni bæjum. Hann sagði jafnframt rauða símaklefann snúast um samskipti sem sé nauðsyn í nútímaþjóðfélagi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það er því ljóst að það er stutt til Reykjavíkur frá Reykjanesbæ og ennþá styttra til Lundúna.