Rauðu örvarnar í Keflavík
Rauðu örvarnar, flugsveit frá konunglega breska flughernum, voru að lenda á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið. Nánari upplýsingar er ekki að hafa af ferðum flugsveitarinnar aðrar en þær að flugsveitin verður í Keflavík í nótt og heldur áfram frá landinu á morgun.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar flugsveitin hafði síðast viðkomu hér á landi fyrir fáeinum árum. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi