Rauði krossinn verðlaunar Guðmund Jens Knútsson
Guðmundur Jens Knútsson úr Garðinum var meðal þeirra sem hlutu viðurkenningar Rauða Kross Íslands í fyrradag þegar tilkynnt var um val á Skyndihjálparmanni Íslands 2002. Víkurfréttir útnefndu Guðmund Jens mann ársins á Suðurnesjum í fyrra fyrir björgun mannslífa þegar bifreið hafnaði á hvolfi í Hólmsá, rétt ofan Reykjavíkur. Val á Skyndihjálparmanni ársins hefur þann tilgang að vekja athygli á mikilvægi þekkingar á skyndihjálp. Veitt er viðurkenning fyrir að beita réttum aðferðum á slysstað og þannig bjarga lífi eða koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss.Sindri Róbertsson, sextán ára námsmaður frá Breiðdalsvík, hlaut viðurkenningu Rauða kross Íslands sem Skyndihjálparmaður ársins 2002. Jafnframt hlutu átta einstaklingar sem komu að tveimur slysum á árinu 2002 sérstakar viðurkenningar fyrir framgöngu sína á slysstað.
Val á Skyndihjálparmanni ársins hefur þann tilgang að vekja athygli á mikilvægi þekkingar á skyndihjálp. Veitt er viðurkenning fyrir að beita réttum aðferðum á slysstað og þannig bjarga lífi eða koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss.
Viðurkenning er veitt í samstarfi við tímaritið Séð og heyrt sem hefur tekið að sér að kynna aðferðir í skyndihjálp fyrir almenningi. Viðstaddir athöfnina voru fulltrúar landlæknis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Neyðarlínu, lögreglu, slökkviliðs og slysa- og bráðadeild landspítala háskólasjúkrahúss.
Auk Sindra voru veittar viðurkenningar til sjö einstaklinga: Sigurðar G. Ragnarssonar, Sigurðar Skúlasonar, Péturs Ottesen, Guðmundar Jens Knútssonar, Sigmundar Felixsonar, Jónu Guðrúnar Baldursdóttur og Árna Rúnars Baldurssonar, fyrir veitt aðstoð á vettvangi bílslyss í Hólmsá 29. nóvember 2002. Einnig til Svans Tómassonar sem bjargaði lífi föður síns þegar grafa
hans fór út í sjó við Ólafsvíkurenni þann 11. nóvember 2002. Þess má geta að systkinin Jóna Guðrún og Árni Ragnar voru farþegar í bílnum sem fór í Hólmsá.
Hægt er að fá upplýsingar um námskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á vef félagsins. Þar er einnig hægt að kynna sér nokkur undirstöðuatriði skyndihjálpar.
Val á Skyndihjálparmanni ársins hefur þann tilgang að vekja athygli á mikilvægi þekkingar á skyndihjálp. Veitt er viðurkenning fyrir að beita réttum aðferðum á slysstað og þannig bjarga lífi eða koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar slyss.
Viðurkenning er veitt í samstarfi við tímaritið Séð og heyrt sem hefur tekið að sér að kynna aðferðir í skyndihjálp fyrir almenningi. Viðstaddir athöfnina voru fulltrúar landlæknis, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis, Neyðarlínu, lögreglu, slökkviliðs og slysa- og bráðadeild landspítala háskólasjúkrahúss.
Auk Sindra voru veittar viðurkenningar til sjö einstaklinga: Sigurðar G. Ragnarssonar, Sigurðar Skúlasonar, Péturs Ottesen, Guðmundar Jens Knútssonar, Sigmundar Felixsonar, Jónu Guðrúnar Baldursdóttur og Árna Rúnars Baldurssonar, fyrir veitt aðstoð á vettvangi bílslyss í Hólmsá 29. nóvember 2002. Einnig til Svans Tómassonar sem bjargaði lífi föður síns þegar grafa
hans fór út í sjó við Ólafsvíkurenni þann 11. nóvember 2002. Þess má geta að systkinin Jóna Guðrún og Árni Ragnar voru farþegar í bílnum sem fór í Hólmsá.
Hægt er að fá upplýsingar um námskeið í skyndihjálp hjá Rauða krossinum á vef félagsins. Þar er einnig hægt að kynna sér nokkur undirstöðuatriði skyndihjálpar.