Rauði krossinn styður Velferðarsjóð Suðurnesja
Rauði krossinn á Suðurnesjum er einn af stóru stuðningsaðilum Velferðarsjóðs Suðurnesja og leggur sjóðnum til verulegar fjárhæðir á hverju ári. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hannes Friðriksson, formann Rauða krossins á Suðurnesjum, afhenda Þórunni Þórisdóttur hjá Velferðarsjóði Suðurnesja framlag í sjóðinn.
Að þessu sinni var upphæð 350.000 krónur sem verður nýtt í úthlutanir Velferðarsjóðs nú fyrir jólin og á nýju ári. Velferðarsjóðurinn er starfræktur allt árið en er mest áberandi fyrir jólahátíðina. Fram hefur komið að um 70 fjölskyldur á Suðurnesjum fá stuðning Velferðarsjóðs Suðurnesja um þessi jól.
Mynd: Hannes Friðriksson formaður Rauða krossins á Suðurnesjum og Þórunn Þórisdóttir frá Velferðarsjóði Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi