Rauði krossinn á Suðurnesjum styður Velferðarsjóðinn
	Rauði krossinn á Suðurnesjum afhenti í dag Velferðarsjóði Suðurnesja framlag upp á 600.000 krónur. Guðbjörg Sigurðardóttir, formaður Rauða krossins á Suðurnesjum, afhenti framlagið en Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju, veitti framlaginu viðtöku.
	
	Velferðarsjóður Suðurnesja hefur gegnt veigamiklu hlutverki í jólamánuðinum en sjóðurinn hefur stutt við fjölskyldur og einstaklinga sem hafa lítil fjárráð. Markmið sjóðsins eru þau að veita neyðaraðstoð umfram það sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir í innanlandsaðstoð sinni.
	
	Hér má kynna sér reglur Velferðarsjóðs Suðurnesja


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				