Rauði krossin nýtur góðs af tombólum
Þær Tanja Mist Daníelsdóttir og Guðrún Freyja Agnarsdóttir 10 ára, héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum sl. fimmtudag sem gaf 1135 kr. Stúlkurnar fengu viðurkenningu að launum og komu á Víkurfréttir í myndatöku. Þær fóru í hús og söfnuðu dóti á tombóluna sem þær héldu svo fyrir utan Hólmgarð, sem virðist feikna vinsæll staður þegar kemur að tombólurekstri.