Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rauð veðurviðvörun í gildi í kvöld
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
mánudaginn 21. febrúar 2022 kl. 12:16

Rauð veðurviðvörun í gildi í kvöld

Viðvörunarstig vegna veðurs hefur verið hækkað úr appelsínugulu í rautt fyrir þrjú spásvæði; Faxaflóa, Suðurland og höfuðborgarsvæðið. Spáð er suðaustan roki eða ofsaveðri með rigningu og snjókomu. Útlit er fyrir foktjón og miklar líkur eru á samgöngutruflunum.

Faxaflóasvæðið:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðaustan hvassviðri eða stormur með úrkomu (Appelsínugult ástand)

21 feb. kl. 16:00 – 19:00
Gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu eða rigningu. Versnandi ferðaveður. Líkur á afmörkuðum samgöngutruflunum.

Suðaustan rok með úrkomu (Rautt ástand)

21 feb. kl. 19:00 – 22 feb. kl. 00:30
Suðaustan stormur eða rok, 20-30 m/s, með snjókomu eða rigningu. Líkur á foktjóni og fólki er ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Útlit fyrir samgöngutruflanir og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Minnkandi suðaustanátt og úrkoma (Appelsínugult ástand)

21 feb. kl. 22:30 – 22 feb. kl. 01:00
Minnkandi suðaustanátt og úrkoma, fyrst á Reykjanesi, en undir lok tímabilsins á Vesturlandi. Áhrifa veðursins getur enn gætt og brýnt að fylgjast með upplýsingum um færð.

Suðvestan stormur eða rok með úrkomu (Gult ástand)

22 feb. kl. 05:00 – 16:00
Suðvestan stormur eða rok 18-28 m/s, hvassast vestast. Rigning eða slydda, síðar él. Slæmt ferðaveður, líkur á samgöngutruflunum. Spáð er hárri ölduhæð og hárri sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Sýna þarf aðgát við ströndina og festa vel báta í höfnum.