Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rauð veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands
Fimmtudagur 13. febrúar 2020 kl. 15:51

Rauð veðurviðvörun frá Veðurstofu Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun sem gildir á Faxaflóasvæðinu frá kl. 05 í fyrramálið og til hádegis. Einnig hafa verið gefnar út viðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið og Suðurland.

Austan ofsaveður eða fárviðri, 28-35 m/s í og sunnan Borgarfjarðar en heldur hægari vindur annarsstaðar á spásvæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 55 m/s. Einnig má búast við snjókomu og skafrenning með takmörkuðu skyggni.

Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda.

Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni.

Hvað er rauð viðvörun?

„Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar og veðrið ógnar lífi. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum og þjónustu skerðist“.