Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ránsfengurinn úr bankaráninu í Grindavík sagður fundinn
Föstudagur 6. júní 2003 kl. 13:48

Ránsfengurinn úr bankaráninu í Grindavík sagður fundinn

Lögreglan hefur fundið það sem talið er vera ránsfengur bankaræningjans í Grindavík í gær, að því kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Yfirlögregluþjónn í lögreglunni í Keflavík vildi ekki staðfesta þetta við Fréttavef Morgunblaðsins og sagði málið á afar viðkvæmu stigi.Nítján ára piltur, sá hinn sami og framdi vopnað bankarán í Hafnarfirði í apríl, var handtekinn í gær þar sem hann var í bíl á leið út úr Grindavík. Hann er grunaður um að hafa framið ránið í Landsbankaútbúinu í Grindavík í gær.

Ekki hefur verið krafist gæsluvarðhalds yfir manninum sem handtekinn var í gær. Lögreglan hyggst gefa frá sér fréttatilkynningu um málið eftir hádegi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024