Ránsfengurinn tæpar þrjár milljónir
Samkvæmt Fréttablaðinu í morgun hafði ungi maðurinn sem rændi bæði Sparisjóð Hafnarfjarðar og Landsbankann í Grindavík 2.606.048 krónur upp úr krafsinu í báðum ránunum. Manninum voru birtar ákærur vegna ránanna í gær í Héraðsdómi Reykjaness.
Fyrri ákæran er vegna ránsins í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þar er hann sakaður um að hafa farið inn í Sparisjóðinn með nælonsokk á höfði, ógnað starfsfólki með búrhnífi og skipað því á brott, og hrifsað 1.692.000 krónur. Annars eru ákærurnar áþekkar. Í Grindavíkurmálinu segir í ákærunni að ræninginn hafi hulið höfuðið með hettu, segir í Fréttablaðinu í morgun.
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi: Á myndinni má sjá fötin sem bankaræninginn er grunaður um að hafa klæðst þegar hann rændi Landsbankann í Grindavík.
Fyrri ákæran er vegna ránsins í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Þar er hann sakaður um að hafa farið inn í Sparisjóðinn með nælonsokk á höfði, ógnað starfsfólki með búrhnífi og skipað því á brott, og hrifsað 1.692.000 krónur. Annars eru ákærurnar áþekkar. Í Grindavíkurmálinu segir í ákærunni að ræninginn hafi hulið höfuðið með hettu, segir í Fréttablaðinu í morgun.
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi: Á myndinni má sjá fötin sem bankaræninginn er grunaður um að hafa klæðst þegar hann rændi Landsbankann í Grindavík.