Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rannsókn á viðkvæmu stigi
Mánudagur 10. maí 2010 kl. 15:43

Rannsókn á viðkvæmu stigi

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar ætlað manndráp í Reykjanesbæ sl. laugardag. Rannsókninni miðar eftir atvikum vel en er á viðkvæmu stigi hvað varðar nákvæmar upplýsingar um aðdraganda og atburðarás þá sem leiddi til dauða karlmanns á sextugsaldri.


Lögreglan þarf meðal annars að yfirheyra vitni í málinu, sannreyna ýmsar upplýsingar sem henni hafa borist og yfirheyra sakborning sem sætir gæsluvarðhaldi allt til mánudagsins 17. maí n.k. kl. 16 eins og fram hefur komið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Til að gæta rannsóknarhagsmuna er ekki unnt að veita frekari upplýsingar um rannsóknina að svo komnu máli og gera má ráð fyrir að þessar aðgerðir lögreglunnar muni taka næstu daga.