Rannsókn á Geirfinnsmálinu lokið
Opinberri rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson, var á sínum tíma grunaður um aðild að Geirfinnsmálinu er lokið. Nokkrir aðilar málsins voru boðaðir til sérstaks saksóknara í kvöld til að hlýða á niðurstöðuna.
Lára V. Júlíusdóttir, var í maí árið 2001, settur sérstakur saksóknari til að grafast fyrir um hvers vegna Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík. Hún hefur haft starfsaðstöðu í gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þangað boðaði hún þá fulltrúa lögreglunar í Keflavík á sínum tíma, Valtý Sigurðsson og Hauk Guðmundsson, ef til vill fleiri, en hvorugur ætlaði að mæta. Ástæðan er sú að þeim hefur skilist að skýrslan verði ekki afhent, heldur verði einungis lesnir upp fyrir þá valdi kaflar.
Hins vegar ætluðu lögmenn þeirra að mæta í gamla bæjarþingsalin á efri hæð hegningarhússins. Báðir höfðu þeir Valtýr og Haukur farið fram á að hafa réttarstöðu sakaðra manna í málinu þegar verið var að rannsaka meinta refsiverða háttsemi, þótt rannsóknin gæti ekki leitt til ákæru.
Magnús Leópoldsson lýsti því yfir, eftir að ný gögn komu í leitirnar snemma árs 2001, að þau sýndu að rannsóknarmenn í Keflavík hefðu logið hann bak við lás og slá.
Þessi nýju gögn eru afrit lögregluskýrslna og minnismiðar. Þau sýna að ábendingar bárust um fjölda manna eftir að leirstyttan Leirfinnur var gerð í nóvember 1974, eftir lýsingu á manni sem talinn var geta veitt mikilvægar upplýsingar um hvarf Geirfinns. Nafn Magnúsar Leópoldssonar er þar á meðal.
Hann var hins vegar ekki handtekinn og settur í gæsluvarðhald fyrr en með úrskurði sakadóms Reykjavíkur árið 1976 og þá eftir að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, höfðu ranglega bendlað hann við málið. Þessu var slegið föstu í bótamáli Magnúsar Leópoldssonar árið 1980. Stöð 2 greindi frá.
Frétt af Vísi.is
Lára V. Júlíusdóttir, var í maí árið 2001, settur sérstakur saksóknari til að grafast fyrir um hvers vegna Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns Einarssonar í Keflavík. Hún hefur haft starfsaðstöðu í gamla hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Þangað boðaði hún þá fulltrúa lögreglunar í Keflavík á sínum tíma, Valtý Sigurðsson og Hauk Guðmundsson, ef til vill fleiri, en hvorugur ætlaði að mæta. Ástæðan er sú að þeim hefur skilist að skýrslan verði ekki afhent, heldur verði einungis lesnir upp fyrir þá valdi kaflar.
Hins vegar ætluðu lögmenn þeirra að mæta í gamla bæjarþingsalin á efri hæð hegningarhússins. Báðir höfðu þeir Valtýr og Haukur farið fram á að hafa réttarstöðu sakaðra manna í málinu þegar verið var að rannsaka meinta refsiverða háttsemi, þótt rannsóknin gæti ekki leitt til ákæru.
Magnús Leópoldsson lýsti því yfir, eftir að ný gögn komu í leitirnar snemma árs 2001, að þau sýndu að rannsóknarmenn í Keflavík hefðu logið hann bak við lás og slá.
Þessi nýju gögn eru afrit lögregluskýrslna og minnismiðar. Þau sýna að ábendingar bárust um fjölda manna eftir að leirstyttan Leirfinnur var gerð í nóvember 1974, eftir lýsingu á manni sem talinn var geta veitt mikilvægar upplýsingar um hvarf Geirfinns. Nafn Magnúsar Leópoldssonar er þar á meðal.
Hann var hins vegar ekki handtekinn og settur í gæsluvarðhald fyrr en með úrskurði sakadóms Reykjavíkur árið 1976 og þá eftir að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum, höfðu ranglega bendlað hann við málið. Þessu var slegið föstu í bótamáli Magnúsar Leópoldssonar árið 1980. Stöð 2 greindi frá.
Frétt af Vísi.is