Rannsakar áhrif lesblindu
Marjatta Ísberg, sérkennari er að fara af stað með rannsókn á lesblindu, eða dyslexíu, hjá fullorðnum einstaklingum. Dyslexía birtist meðal annars sem erfiðleika í að læra að lesa og skrifa rétt. Lesblinda getur haft mjög mismunandi uppruna, en flestum gengur erfiðlega að greina milli málhljóða, en einnig eru margir í erfiðleikum með að vinna úr sjónrænum áreitum.
Margir með lesblindu
„Ég starfaði sem sérkennari á Suðurnesjum í 7 ár, fyrst í Keflavík og síðan í Sandgerði, er reyndar nú á leyfi þaðan. Mjög margir af nemendum mínum voru lesblindir og ég var sífellt að reyna að læra meira í kennsluaðferðunum til að geta hjálpað þeim“, segir Marjatta þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi ákveðið að fara út í þessar rannsókn.
„Ég er nú að ljúka meistaraprófi í sérkennslufræðum frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands, hef verið að læra samfara vinnu, og ákvað því að velja lesblindu sem lokaverkefni. Ég er jafnvel að hugsa um að fara í doktorsnám í þessum fræðum. En Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt mér námslaun fyrir næsta skólaár og einnig hefur Kennarasamband Íslands stutt mig.“
Nafnlaus svör
Marjatta ætlar að ná í eins breiðan hóp lesblindra og hægt er, bæði til þeirra sem hafa sigrast á erfiðleikunum og til þeirra sem hafa gefist upp. „Allir sem taka þátt í þessari rannsókn svara spurningalista, þar sem aðallega eru krossaspurningar um viðhorf þeirra og hagi. Þessir listar eru nafnlausir og það er ekki hægt að rekja svör neins manns, þannig að öllum leshömluðum er
óhætt að svara þeim án þess að vera hræddir að einhver geti hengt þá fyrir svörin. Svo ætla ég að fá nokkra einstaklinga í s.k. djúpviðtöl, þar sem nánar er farið ofan í saumana.“
Leyna lesblindunni
Rannsóknin miðar að því að finna út hvort lesblinda hafi varanleg áhrif á sjálfsmynd manna, hverjir eru þeir þættir sem hjálpa mönnum að bjarga sér þrátt fyrir lesblinduna og hvort atvinnuval þeirra ræðst út frá þessari hömlun og einnig hvort menn hafi orðið að leyna lesblinduna vegna ótta um að missa vinnu eða námstækifæri. „Ég hef einnig áhuga á að fá fram hugmyndir lesblindra sjálfra hvernig þeir telji að standa ætti við kennslu þeirra, en oft er það þannig að í spegli tímans skiljum við hlutina betur. Sá sem er núna 30-40 ára og lítur til baka til skólaáranna, getur vel haft mjög ákveðnar skoðanir á kennslunni“, segir Marjatta.
Algengt á Suðurnesjum
Engin sambærileg rannsókn verið gerð hér á landi. Gögnum var reyndar safnað á Vestfjörðum fyrir 5-6 árum, en ekkert hefur verið unnið af þeim gögnum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis, í Bandaríkjunum og í Hollandi og einhverjar smærri rannsóknir á Bretlandi. Svo er einnig í gangi fjölþjóðleg rannsókn um arfgengi lesblindunnar og persónuleikaeinkenni undir forystu
Svía, en í henni eru m.a. Bandaríkjamenn. Ætlun Marjöttu er meðal annars að bera saman niðurstöður frá Íslandi við erlendar niðurstöður til að athuga hvort við hér á Íslandi erum eitthvað öðruvísi í þessum efnum.
„Þessar niðurstöðu geta skipt mjög miklu máli og við getum fengið mjög gagnlegar vísbendingar um það hvernig hægt sé að aðstoða lesblinda, bæði á skólaárum og seinna á fullorðinsárum og hvers konar ráðgjöf eigi að veita þeim og aðstandendum þeirra.“
Er lesblinda algengari á Suðurnesjum en annars staðar?
„Það eru ekki til neinar rannsóknir um það, en einhvern veginn hafði ég alltaf á tilfinningunni að við höfðum fleiri og erfiðari tilfelli hér, en talið er að um 10 % Íslendinga séu með lesblindu. Lesblindan getur verið misalvarleg, en hún háir fólki mjög mikið og getur komið í veg fyrir að þeir
nái góðum árangri í skóla þrátt fyrir góða eðlisgreind. Mér finnst til dæmis að það hefur aldrei verið talað um þetta mál í sambandi við niðurstöður samræmdra prófa hér á Suðurnesjum.“
Gengur í erfðir
Ekki er vitað hver uppruni lesblindunnar er þó að vísindin hafi gefið ákveðnar vísbendingar, en ljóst er að hún gengur í ættir. „Ef faðirinn er með lesblindu þá eru meira en helmingslíkur á því að börnin fái lesblindu. Það gefur því auga leið að ef þessi erfðaeiginleiki fyrirfinnst á staðnum, þá eru meiri líkur á útbreiðslu hans, ef menn eru mjög náskyldir, eins og oft eru á litlum stöðum. En þetta eru sem sagt bara getgátur hjá mér og engar vísindalegar rannsóknir hafa farið fram, hvorki á Suðurnesjum né annars staðar á Íslandi.“
Aðstoð í boði
Þeir nemendur sem eru greindir með lesblindu fá yfirleitt strax sérhæfða kennslu, þar sem þjálfunin byggist á styrkleika barnsins. Lesblinda getur birst í mörgum myndum og þarf í hvert skipti athuga það, áður en ákvörðun er tekin um kennsluaðferðirnar og námsgögn.
„Nú á dögum geta einnig fullorðnir fengið þjálfun og eru nokkrir einkakennarar starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá þjálfun í Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands. Ég frétti að elsti nemandi þeirra sé kominn á sextugsaldur.“
Í flestum skólum starfa vel menntaðir kennarar og skólaskrifstofan hefur á að skipa færa sérfræðinga þannig að lesblindan upgötvast yfirleitt mjög snemma, að sögn Marjöttu. „Því miður er það ennþá þannig að flestir sérfræðingar eru á höfuðborgarsvæðinu, en mjög erfitt hefur verið að fá sérkennara til starfa úti á landi. Nýjir kjarasamningar munu líklega ekki bæta úr því, en í þeim drógust sérkennarar mjög aftur úr miðað við aðra kennarahópa. Það tel ég miður.“
Missa áhuga á námi
„Mér hefur alltaf fundist að hinn almenni kennari ætti að fá meiri fræðslu í þessum málum og einnig að kennurum sé gefinn meiri tími til að sinna öllum nemendum. Reyndar er það þannig að mjög margir foreldrar eru vel upplýstir. Það er til dæmis mjög algengt að foreldrar biðji um að barn þeirra sé lestrargreint til öryggis og nefna þá gjarnan að annaðhvort móðirin eða faðirinn eða einhver náfrændi sé með lesblindu. Sem betur fer er lesblinda ekki lengur neitt feimnismál. Það verður að muna að lesblinda hefur ekkert með það að gera hvort menn séu greindir eða ekki. Ég hef til dæmis haft afburðagreindan nemenda, sem því miður lærði aldrei að lesa vegna þess að hann hafði ekki fengið sérhæfða kennslu á mótunarárum. Þegar hann svo komst í skóla þar sem vandi hans var greindur, hafði hann misst allan áhuga á að læra. Mér fannst það mikill harmleikur og vona að ég gæti náð sambandi við þennan pilt nú og kennt honum að lesa. Nú á öld
tölvunnar og margmiðlunar er lestrarkunnáttan jafnvel mun mikilvægari en fyrir um 20-30 árum. Þó að við höfum hljóðbækur og vídeóspólur þá geta þeir aldrei komið fullkomlega í staðinn fyrir prentaðan texta.“
Marjatta leggur áherslu á að þeir sem taka þátt í rannsókn hennar og fallast á að svara spurningalistanum, stuðla að framgangi vísindalegrar þekkingar og hjálpa um leið komandi kynslóðir lesblindra. Hún hvetur því alla til að vera með. „Ég stefni að því að safna gögnum
með spurningalistum nú í mars en taka svo viðtölin í apríl. Áhugasamir geta haft samband við mig í farsíma 862-26 08 eða í heimasíma 551-50 45 á kvöldin og um helgar. Einnig er hægt að senda mér tölvupóst. Netfang mitt er [email protected]
FERILL:
Marjatta lauk kandidatsprófi í húmanískum fræðum frá Háskólanum í Helsinki árið 1970 í ensku, sænsku og fagurfræði. Hún skrifaði tvær ritgerðir, bæði í ensku og fagurfræði og fjallaði sú fyrri um skáldskap skoska rithöfundarins Tobiasar Smollet en hin síðari um uppruna fegurðar samkvæmt kenningum Platons og hvernig þær kenningar hafi haft áhrif á seinni tíma fagurfræði.
Fékk kennsluréttindi í Finnlandi á gagnfræðastigi og framhaldskólastigi 1971
Lauk prófi í skólastjórnun og skólalöggjöf 1973
Lauk meistaraprófi í enskum bókmenntum 1974 frá Helsinkiháskóla. Ritgerð hennar fjallaði um ljóðagerð Sir Philip Sidney.
Lauk meistaraprófi í norðurlandamálum og bókmenntum þeirra frá Helsinkiháskóla 1977. Ritgerðin fjallaði um kvenlýsingar Íslendingasagna.
Lauk prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1977.
Fékk leyfisbréf til starfa í framhaldsskólum hér á landi 1987.
Var í framhaldsnámi í heimspekideild Háskóla Íslands 1987-88 í íslenskum fræðum og 1989-90 í félagsvísindadeild í sálarfræði.
Fékk leyfisbréf til kennarastarfa á grunnskólastigi 1990.
Lauk diplómunámi í sérkennslufræðum frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands 2000.
Marjatta er nú í meistaranámi (fjarnámi) í sérkennslufræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands.
Marjatta hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum á sínu fræðasviði, m.a. í háskólanum í Newcastle í Bretlandi, Umeå í Svíþjóð, Óðinsvéum í Danmörku og München í Þýskalandi.
Útgefið efni:
Thorgeirin härkä. (Íslenskar þjóðsögur á finnsku). Ritstj. Hallfreður Örn Eiríksson & Marjatta Ísberg. Þýðing Marjatta Ísberg. Suomalaisen Kirjallisuuden Seura, Helsinki 1987.
Kveðjustundir. (Smá - og örsögur). Vattarútgáfan 1995. Reykjavík.
Marjatta hefur verið fastur penni hjá stærsta dagblaði Finna, Helsingin Sanomat, síðan 1982 og einnig skrifað í önnur blöð og tímarit bæði hér á landi og í Finnlandi. Hún er nú í ritnefnd Hugar og Handar, tímarits Heimilisiðnaðarfélags Íslands.
Árið 1997 fór Marjatta til Tælands með íslenskum kennurum nýbúa og kynnti sér skólastarf þar í landi. Í sömu ferð heimsótti hún einnig skóla í Malasíu og Singapúr. (Frá þessum ferðum er sagt m.a. í tímaritinu Ný Menntamál 4.tbl. 1997 og Þroskahjálp1.tbl. 1998).
S.l. þrjú ár kenndi Marjatta við Grunnskólann í Sandgerði og var þar jafnframt í forsvari fyrir fjölþjóðasamstarfi innan Comenius-áætlunarinnar. Sem lið í þessu starfi heimsótti hún samstarfsskólana í Finnlandi, Ungverjalandi og Austurríki og starfaði um tveggja vikna skeið sem gestakennari í Hauptschule 8 í Vínarborg.
Áhugamál: Ritsmíðar af öllum tegundum, ferðalög innan lands og utan, þjóðlegur fróðleikur, gömul handverk og vinnubrögð, endurbættir kennsluhættir.
Marjatta byrjaði að kenna við Digranesskóla í upphafi skólaárs 2000-2001. Áður en Marjatta flutti alfarin til Íslands, hafði hún starfað sem kennari og skólastjóri í Finnlandi, síðast sem kennari við Menntaskólann í Seinäjoki. Hér á landi hefur Marjatta kennt, auk Grunnskólans í Sandgerði, einnig á Patreksfirði, Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík.
Margir með lesblindu
„Ég starfaði sem sérkennari á Suðurnesjum í 7 ár, fyrst í Keflavík og síðan í Sandgerði, er reyndar nú á leyfi þaðan. Mjög margir af nemendum mínum voru lesblindir og ég var sífellt að reyna að læra meira í kennsluaðferðunum til að geta hjálpað þeim“, segir Marjatta þegar hún er spurð að því hvers vegna hún hafi ákveðið að fara út í þessar rannsókn.
„Ég er nú að ljúka meistaraprófi í sérkennslufræðum frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands, hef verið að læra samfara vinnu, og ákvað því að velja lesblindu sem lokaverkefni. Ég er jafnvel að hugsa um að fara í doktorsnám í þessum fræðum. En Samband íslenskra sveitarfélaga hefur veitt mér námslaun fyrir næsta skólaár og einnig hefur Kennarasamband Íslands stutt mig.“
Nafnlaus svör
Marjatta ætlar að ná í eins breiðan hóp lesblindra og hægt er, bæði til þeirra sem hafa sigrast á erfiðleikunum og til þeirra sem hafa gefist upp. „Allir sem taka þátt í þessari rannsókn svara spurningalista, þar sem aðallega eru krossaspurningar um viðhorf þeirra og hagi. Þessir listar eru nafnlausir og það er ekki hægt að rekja svör neins manns, þannig að öllum leshömluðum er
óhætt að svara þeim án þess að vera hræddir að einhver geti hengt þá fyrir svörin. Svo ætla ég að fá nokkra einstaklinga í s.k. djúpviðtöl, þar sem nánar er farið ofan í saumana.“
Leyna lesblindunni
Rannsóknin miðar að því að finna út hvort lesblinda hafi varanleg áhrif á sjálfsmynd manna, hverjir eru þeir þættir sem hjálpa mönnum að bjarga sér þrátt fyrir lesblinduna og hvort atvinnuval þeirra ræðst út frá þessari hömlun og einnig hvort menn hafi orðið að leyna lesblinduna vegna ótta um að missa vinnu eða námstækifæri. „Ég hef einnig áhuga á að fá fram hugmyndir lesblindra sjálfra hvernig þeir telji að standa ætti við kennslu þeirra, en oft er það þannig að í spegli tímans skiljum við hlutina betur. Sá sem er núna 30-40 ára og lítur til baka til skólaáranna, getur vel haft mjög ákveðnar skoðanir á kennslunni“, segir Marjatta.
Algengt á Suðurnesjum
Engin sambærileg rannsókn verið gerð hér á landi. Gögnum var reyndar safnað á Vestfjörðum fyrir 5-6 árum, en ekkert hefur verið unnið af þeim gögnum. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar erlendis, í Bandaríkjunum og í Hollandi og einhverjar smærri rannsóknir á Bretlandi. Svo er einnig í gangi fjölþjóðleg rannsókn um arfgengi lesblindunnar og persónuleikaeinkenni undir forystu
Svía, en í henni eru m.a. Bandaríkjamenn. Ætlun Marjöttu er meðal annars að bera saman niðurstöður frá Íslandi við erlendar niðurstöður til að athuga hvort við hér á Íslandi erum eitthvað öðruvísi í þessum efnum.
„Þessar niðurstöðu geta skipt mjög miklu máli og við getum fengið mjög gagnlegar vísbendingar um það hvernig hægt sé að aðstoða lesblinda, bæði á skólaárum og seinna á fullorðinsárum og hvers konar ráðgjöf eigi að veita þeim og aðstandendum þeirra.“
Er lesblinda algengari á Suðurnesjum en annars staðar?
„Það eru ekki til neinar rannsóknir um það, en einhvern veginn hafði ég alltaf á tilfinningunni að við höfðum fleiri og erfiðari tilfelli hér, en talið er að um 10 % Íslendinga séu með lesblindu. Lesblindan getur verið misalvarleg, en hún háir fólki mjög mikið og getur komið í veg fyrir að þeir
nái góðum árangri í skóla þrátt fyrir góða eðlisgreind. Mér finnst til dæmis að það hefur aldrei verið talað um þetta mál í sambandi við niðurstöður samræmdra prófa hér á Suðurnesjum.“
Gengur í erfðir
Ekki er vitað hver uppruni lesblindunnar er þó að vísindin hafi gefið ákveðnar vísbendingar, en ljóst er að hún gengur í ættir. „Ef faðirinn er með lesblindu þá eru meira en helmingslíkur á því að börnin fái lesblindu. Það gefur því auga leið að ef þessi erfðaeiginleiki fyrirfinnst á staðnum, þá eru meiri líkur á útbreiðslu hans, ef menn eru mjög náskyldir, eins og oft eru á litlum stöðum. En þetta eru sem sagt bara getgátur hjá mér og engar vísindalegar rannsóknir hafa farið fram, hvorki á Suðurnesjum né annars staðar á Íslandi.“
Aðstoð í boði
Þeir nemendur sem eru greindir með lesblindu fá yfirleitt strax sérhæfða kennslu, þar sem þjálfunin byggist á styrkleika barnsins. Lesblinda getur birst í mörgum myndum og þarf í hvert skipti athuga það, áður en ákvörðun er tekin um kennsluaðferðirnar og námsgögn.
„Nú á dögum geta einnig fullorðnir fengið þjálfun og eru nokkrir einkakennarar starfandi á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá þjálfun í Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla Íslands. Ég frétti að elsti nemandi þeirra sé kominn á sextugsaldur.“
Í flestum skólum starfa vel menntaðir kennarar og skólaskrifstofan hefur á að skipa færa sérfræðinga þannig að lesblindan upgötvast yfirleitt mjög snemma, að sögn Marjöttu. „Því miður er það ennþá þannig að flestir sérfræðingar eru á höfuðborgarsvæðinu, en mjög erfitt hefur verið að fá sérkennara til starfa úti á landi. Nýjir kjarasamningar munu líklega ekki bæta úr því, en í þeim drógust sérkennarar mjög aftur úr miðað við aðra kennarahópa. Það tel ég miður.“
Missa áhuga á námi
„Mér hefur alltaf fundist að hinn almenni kennari ætti að fá meiri fræðslu í þessum málum og einnig að kennurum sé gefinn meiri tími til að sinna öllum nemendum. Reyndar er það þannig að mjög margir foreldrar eru vel upplýstir. Það er til dæmis mjög algengt að foreldrar biðji um að barn þeirra sé lestrargreint til öryggis og nefna þá gjarnan að annaðhvort móðirin eða faðirinn eða einhver náfrændi sé með lesblindu. Sem betur fer er lesblinda ekki lengur neitt feimnismál. Það verður að muna að lesblinda hefur ekkert með það að gera hvort menn séu greindir eða ekki. Ég hef til dæmis haft afburðagreindan nemenda, sem því miður lærði aldrei að lesa vegna þess að hann hafði ekki fengið sérhæfða kennslu á mótunarárum. Þegar hann svo komst í skóla þar sem vandi hans var greindur, hafði hann misst allan áhuga á að læra. Mér fannst það mikill harmleikur og vona að ég gæti náð sambandi við þennan pilt nú og kennt honum að lesa. Nú á öld
tölvunnar og margmiðlunar er lestrarkunnáttan jafnvel mun mikilvægari en fyrir um 20-30 árum. Þó að við höfum hljóðbækur og vídeóspólur þá geta þeir aldrei komið fullkomlega í staðinn fyrir prentaðan texta.“
Marjatta leggur áherslu á að þeir sem taka þátt í rannsókn hennar og fallast á að svara spurningalistanum, stuðla að framgangi vísindalegrar þekkingar og hjálpa um leið komandi kynslóðir lesblindra. Hún hvetur því alla til að vera með. „Ég stefni að því að safna gögnum
með spurningalistum nú í mars en taka svo viðtölin í apríl. Áhugasamir geta haft samband við mig í farsíma 862-26 08 eða í heimasíma 551-50 45 á kvöldin og um helgar. Einnig er hægt að senda mér tölvupóst. Netfang mitt er [email protected]
FERILL:
Marjatta lauk kandidatsprófi í húmanískum fræðum frá Háskólanum í Helsinki árið 1970 í ensku, sænsku og fagurfræði. Hún skrifaði tvær ritgerðir, bæði í ensku og fagurfræði og fjallaði sú fyrri um skáldskap skoska rithöfundarins Tobiasar Smollet en hin síðari um uppruna fegurðar samkvæmt kenningum Platons og hvernig þær kenningar hafi haft áhrif á seinni tíma fagurfræði.
Fékk kennsluréttindi í Finnlandi á gagnfræðastigi og framhaldskólastigi 1971
Lauk prófi í skólastjórnun og skólalöggjöf 1973
Lauk meistaraprófi í enskum bókmenntum 1974 frá Helsinkiháskóla. Ritgerð hennar fjallaði um ljóðagerð Sir Philip Sidney.
Lauk meistaraprófi í norðurlandamálum og bókmenntum þeirra frá Helsinkiháskóla 1977. Ritgerðin fjallaði um kvenlýsingar Íslendingasagna.
Lauk prófi í íslensku frá Háskóla Íslands 1977.
Fékk leyfisbréf til starfa í framhaldsskólum hér á landi 1987.
Var í framhaldsnámi í heimspekideild Háskóla Íslands 1987-88 í íslenskum fræðum og 1989-90 í félagsvísindadeild í sálarfræði.
Fékk leyfisbréf til kennarastarfa á grunnskólastigi 1990.
Lauk diplómunámi í sérkennslufræðum frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands 2000.
Marjatta er nú í meistaranámi (fjarnámi) í sérkennslufræðum við framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands.
Marjatta hefur tekið þátt í ýmsum námskeiðum á sínu fræðasviði, m.a. í háskólanum í Newcastle í Bretlandi, Umeå í Svíþjóð, Óðinsvéum í Danmörku og München í Þýskalandi.
Útgefið efni:
Thorgeirin härkä. (Íslenskar þjóðsögur á finnsku). Ritstj. Hallfreður Örn Eiríksson & Marjatta Ísberg. Þýðing Marjatta Ísberg. Suomalaisen Kirjallisuuden Seura, Helsinki 1987.
Kveðjustundir. (Smá - og örsögur). Vattarútgáfan 1995. Reykjavík.
Marjatta hefur verið fastur penni hjá stærsta dagblaði Finna, Helsingin Sanomat, síðan 1982 og einnig skrifað í önnur blöð og tímarit bæði hér á landi og í Finnlandi. Hún er nú í ritnefnd Hugar og Handar, tímarits Heimilisiðnaðarfélags Íslands.
Árið 1997 fór Marjatta til Tælands með íslenskum kennurum nýbúa og kynnti sér skólastarf þar í landi. Í sömu ferð heimsótti hún einnig skóla í Malasíu og Singapúr. (Frá þessum ferðum er sagt m.a. í tímaritinu Ný Menntamál 4.tbl. 1997 og Þroskahjálp1.tbl. 1998).
S.l. þrjú ár kenndi Marjatta við Grunnskólann í Sandgerði og var þar jafnframt í forsvari fyrir fjölþjóðasamstarfi innan Comenius-áætlunarinnar. Sem lið í þessu starfi heimsótti hún samstarfsskólana í Finnlandi, Ungverjalandi og Austurríki og starfaði um tveggja vikna skeið sem gestakennari í Hauptschule 8 í Vínarborg.
Áhugamál: Ritsmíðar af öllum tegundum, ferðalög innan lands og utan, þjóðlegur fróðleikur, gömul handverk og vinnubrögð, endurbættir kennsluhættir.
Marjatta byrjaði að kenna við Digranesskóla í upphafi skólaárs 2000-2001. Áður en Marjatta flutti alfarin til Íslands, hafði hún starfað sem kennari og skólastjóri í Finnlandi, síðast sem kennari við Menntaskólann í Seinäjoki. Hér á landi hefur Marjatta kennt, auk Grunnskólans í Sandgerði, einnig á Patreksfirði, Reykjavík, Hafnarfirði og Keflavík.