Rándýrum myndavélabúnaði stolið
Þjófnaður á rándýrum myndavélabúnaði var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum síðdegis í gær. Um er að ræða tvær myndavélar af gerðinni Nikon D810, að verðmæti rúmlega 334 þúsund króna og Fuji X100S að verðmæti rúmlega 70 þúsund króna.
Eigandinn, erlendur ferðamaður, hafði brugðið sér út af hótelherbergi sínu í skamma stund og þegar hann kom til baka voru myndavélarnar horfnar.
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið.