Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rándýr skemmdarverk fyrir bæjarbúa
Föstudagur 7. apríl 2017 kl. 11:17

Rándýr skemmdarverk fyrir bæjarbúa

„Nú virðist einhver hafa mjög gaman af því að stúta ljóskúplum við göngustígnum milli Aðalgötu og Vesturgötu (Rómantíska svæðið) tveir farnir í vikunni,“ skrifar Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs á samfélagssíðuna „Reykjanesbær - gerum góðan bæ betri“ og birtir mynd af skemmdarverkinu.
 
Hann beinir þeim orðum til skemmdarvarga sem stunda þessa iðju, að skemma ljóskúplana, að hvert svoleiðis skemmdarverk kostar bæjarbúa 50 til 60 þúsund krónur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024