Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Rammvilltir ferðamenn festu bíl sinn á ruslatunnu
Það getur verið varasamt að treysta um of á staðsetningartæki.
Mánudagur 29. febrúar 2016 kl. 10:45

Rammvilltir ferðamenn festu bíl sinn á ruslatunnu

- Fóru eftir leiðbeiningum GPS-tækis

Ferðamenn á bílaleigubíl á leið frá Garði til Keflavíkur á dögunum notuðust við GPS tæki til að komast rétta leið. Það vildi þó ekki betur til en svo að tækið leiddi fólkið inn á malarslóða og út á gangstétt sem liggur meðfram bænum. Ruslatunna stóð þar sem malarslóðinn og gangstéttin mætast og rann bifreiðin í hálku á tunnuna og endaði ofan á henni og festist. Lögreglunni á Suðurnesjum var gert viðvart en áður en að til aðstoðar hennar kom höfðu nærstaddir vegfarendur hjálpað ferðamönnunum við að ná bifreiðinni ofan af tunnunni og héldu hinir síðarnefndu leiðar sinnar, fegnir að hafa losað bílinn af ruslatunnunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024