Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Rammahúsið verði safnahús
Föstudagur 16. apríl 2010 kl. 09:37

Rammahúsið verði safnahús


Menningarráð Reykjanesbæjar hefur hvatt til þess að skoðuð verði kaup á Rammahúsinu svokallaða sem myndi hýsa söfn bæjarins. Bæjarfélagið á þegar tæpan þriðjung hússins sem keyptur var fyrir um tveimur árum. Safnamál bæjarins hafa verið í ólestri vegna skorts á húsakosti og hefur t.d. safnkostur byggðasafnsis meira eða minna verið hafður í leigugeymslum.

Málið kom fyrir bæjarstjórn í síðustu viku og hlaut þar þverpólitískan stuðning. Kaupverð gæti hlaupið á 150 – 170 milljónum en í staðinn fyrir að gjaldfæra húsaleigu eins og nú er yrði upphæðin eignfærð í bókhaldi bæjarins. Á fundinum komu fram vonir þess efnis að hægt yrði að ljúka málinu áður en kjörtímabilinu lyki.

Sjá nánar í næstu Víkurfréttum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024