Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ragnhildur Steinunn kynnir stigagjöf Íslendinga
Miðvikudagur 27. apríl 2005 kl. 15:44

Ragnhildur Steinunn kynnir stigagjöf Íslendinga

Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir frá Keflavík mun standa frammi fyrir milljónum sjónvarpsáhorfenda nú í maí. Steinunn mun kynna íslensku stigagjöfina í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva að kvöldi 21. maí. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í dag.

Í viðtali við Fréttablaðið segir Steinunn að hún hafi verið beðin um þetta verk af yfirmönnum innlendrar dagskrárdeildar og hafi ákveðið að slá til. Steinunn er ekkert stressuð fyrir kvöldinu og segir pressuna alla vera á Selmu en ekki henni sjálfri. Steinunn mun kynna stigin á ensku og telur að Svíþjóð eigi eftir að ná langt í keppninni í ár.

Það hefur verið í mörg horn að líta hjá Steinunni eftir að hún var valin fegurst kvenna á Íslandi en síðan þá hefur hún verið þáttarstjórnandi, leikið í leikritum, söngleikjum og auglýsingum ásamt því að vera í fullu námi við Háskóla Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024